Testing...

laugardagur, janúar 22

Guðni er rosalega sterkur -að sögn Einars Kára sem er höfðinu hærri- en það voru stelpur að stríða þeim í leikskólanum og Guðni tók sig til og potaði í augun á þeim. Þær voru svo hræddar að þær hlupu og burtu. Guðni er hetjan hans Einars sem þorir aldrei að berja neinn nema hann ! Furðulegt ! Við foreldrarnir vorum að sjálfsögðu ekkert rosalega ánægð með framtak yngra eintaksins að pota í augu en eftir að hafa talað við starfsfólkið þá skilst okkur að stúlkurnar hafi átt þetta kannski örlítið skilið.

Einar Kári er byrjaður á sundnámskeiði sem er 1x í viku. Það heitir Plask og leg, en það er aðallega til að gera börnin örugg í vatni og æfa þau fyrir komandi sundæfingar. Mjög sniðugt ! En það sniðugasta er samt að þetta er hérna rétt hjá og við erum enga stund að labba þetta.

Við fórum í ræktina og ákáðum að koma við í búð til að kaupa ný skæri. Það þurfti nefnilega að klippa Einsa Karlinn. -Guðni er ennþá með svo lítið hár !- Það tókst með svona miklu ágætum. Hann er svona ægilega ánægður með útkomuna blessaður ;-)
Annars er helst að frétta að við erum að fara í matarboð í kvöld til Family Fjeldsted. Það verður alveg örugglega mjög skemmtilegt.
Við fengum líka bréf frá spítlanum þar sem stóð að þeir ætla að sækja barnið 15. Júlí. 2005 kl 11:45.
Það stóð nú reyndar ekki kl hvað en það hefði verið fyndið